Keppni í körfu hefst strax og samkomutakmarkanir rýmkast

Slakað verður á samkomutakmörkunum frá og með miðvikudeginum 13. janúar.  íþróttaæfingar og íþróttakeppnir verða þá heimilar á ný að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Keppni í Domino‘s deild kvenna í körfubolta mun þá strax hefjast með heilli umferð, en liðin hafa leikið einn til þrjá leiki síðan keppni var hætt síðasta haust. Snæfell mun taka á móti KR í Stykkishólmi á miðvikudagskvöldið kl. 19:15 og Skallagrímur og Valur mætast á Hlíðarenda kl. 20:15. Þá munu leikir í 1. deild karla hefjast í næstu viku, föstudaginn 15. janúar og fær Skallagrímur þá Hamar í heimsókn kl. 19:15. Ekki er búið að tímasetja leiki í 2. deild karla, sem m.a. ÍA spilar í.

Líkar þetta

Fleiri fréttir