Lið UMSB sem náði góðum árangri í bikarkeppni FRÍ á árinu 1981. Fremsta röð: Anna Björk Bjarnadóttir, Svafa Grönfeldt, Helga Guðmundsdóttir, Kristín J. Símonardóttir, Hjördís Árnadóttir. Miðröð: Elín Blöndal, Ingveldur Ingibergsdóttir, Hafdís Helgadóttir, Íris Inga Grönfeldt, Björk Ingimundardóttir og Ingimundur Ingimundarson. Efsta röð: Erlingur Jóhannsson, Rúnar Vilhjálmsson, Einar Vilhjálmsson, Hafsteinn Þórisson, Logi Vígþórsson og Guðmundur Jensson. Ljósm. Helgi Bjarnason

Frjálsíþróttafólk UMSB í 100 manna afrekaskrá FRÍ

Ungmennasamband Borgarfjarðar var stofnað árið 1912 og hefur yfirleitt átt gott frjálsíþróttafólk innan sinna vébanda. Sambandið hefur lengi átt frjálsíþróttafólk í fremstu röð á landsvísu og í landsliði Íslands auk þess sem margir hafa orðið Íslandsmeistarar í fullorðinsflokki og settur hefur verið fjöldi Íslandsmeta. Héraðslið UMSB hefur oft verið sterkt og keppt í 1. deild í bikarkeppni með góðum árangri. Þrír einstaklingar hafa náð því markmiði að keppa á Ólympíuleikunum; þau Jón Diðriksson, Einar Vilhjálmsson og Íris Grönfeldt. Ingimundur Ingimundarson íþróttakennari var nýverið að fletta 100 manna afrekaskrá FRÍ frá upphafi þegar sú hugmynd kviknaði hjá honum að kanna hvaða frjálsíþróttamenn UMSB væru enn í skránni.

Í Skessuhorni sem kom út í dag birtist sá listi sem Ingimundur vann upp úr skránni, en hann er býsna langur.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Fjölgar í einangrun

Lítilsháttar hefur nú fjölgað þeim sem eru í einangrun með Covid-19 á Vesturlandi. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Vesturlandi nú... Lesa meira