Stefán Teitur Þórðarson leikmaður ársins.

ÍATV tilnefndi leikmenn ársins á Akranesi

ÍATV hefur tilkynnt val sérfræðinga sinna á knattspyrnumönnum ársins hjá knattspyrnufélögum ÍA og Kára árið 2020.

Leikmaður ársins hjá Pepsi Max-deildarliði ÍA er Stefán Teitur Þórðarson. Stefán lék samtals 19 leiki í deild og bikar og skoraði 9 mörk. Eftir að hafa leikið hátt í 100 leiki fyrir ÍA og skorað í þeim 24 mörk gekk hann í haust til liðs við B-deildarlið Silkeborg í Danmörku.

Leikmaður ársins hjá Lengjudeildarliði ÍA er Jacklyn Poucel. Jacklyn gekk til liðs við ÍA í annað sinn í upphafi árs. Hún lék samtals 16 leiki í deild og bikar og skoraði 7 mörk.

Leikmaður ársins hjá 2. deildarliði Kára er Dino Hodzic. Dino gekk til liðs við Kára í sumar og lék samtals 22 leiki í deild og bikar.

Stefán og Jaclyn tóku við farandbikurum sínum í lok árs en Dino tekur við sínum þegar hann snýr aftur til Íslands.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.