Stefán Teitur Þórðarson leikmaður ársins.

ÍATV tilnefndi leikmenn ársins á Akranesi

ÍATV hefur tilkynnt val sérfræðinga sinna á knattspyrnumönnum ársins hjá knattspyrnufélögum ÍA og Kára árið 2020.

Leikmaður ársins hjá Pepsi Max-deildarliði ÍA er Stefán Teitur Þórðarson. Stefán lék samtals 19 leiki í deild og bikar og skoraði 9 mörk. Eftir að hafa leikið hátt í 100 leiki fyrir ÍA og skorað í þeim 24 mörk gekk hann í haust til liðs við B-deildarlið Silkeborg í Danmörku.

Leikmaður ársins hjá Lengjudeildarliði ÍA er Jacklyn Poucel. Jacklyn gekk til liðs við ÍA í annað sinn í upphafi árs. Hún lék samtals 16 leiki í deild og bikar og skoraði 7 mörk.

Leikmaður ársins hjá 2. deildarliði Kára er Dino Hodzic. Dino gekk til liðs við Kára í sumar og lék samtals 22 leiki í deild og bikar.

Stefán og Jaclyn tóku við farandbikurum sínum í lok árs en Dino tekur við sínum þegar hann snýr aftur til Íslands.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Fjölgar í einangrun

Lítilsháttar hefur nú fjölgað þeim sem eru í einangrun með Covid-19 á Vesturlandi. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Vesturlandi nú... Lesa meira