Ísak Bergmann Jóhannesson. Ljósm. aðsend

Búið að vera ævintýri líkast

„Þetta er búið að vera ævintýri líkast eftir að ég kom til IFK Norrköping árið 2018. Bæði það að mér hefur gengið vel með liðinu og vegnað vel með landsliðum Íslands, bæði með U-21 árs liðinu og svo var auðvitað alveg ógleymanlegt að koma inn á í mínum fyrsta A- landsleik gegn Englendingum á Wembley leikvanginum í nóvember síðastliðnum,” segir Ísak Bergmann Jóhannesson í samtali við Skessuhorn, en hann nú í jólafríi og staddur í foreldrahúsum á Akranesi. Ísak lék upp yngri flokka ÍA og einn leik með meistaraflokki Skagamanna gegn Þrótti Reykjavík í lokaleik 1. deildar haustið 2018, þá aðeins 15 ára gamall. Þá hélt hann utan og gekk til liðs við IFK Norrköping í desember sama ár ásamt frænda sínum Oliver Stefánssyni.

Nánar er rætt við Ísak í jólablaði Skessuhorns.

Líkar þetta

Fleiri fréttir