Valborg Elva Bragadóttir sækir hér ákveðin að körfunni. Hún var meðal annars valin í æfingahóp U15 ára landsliðs stúlkna. Mynd. GLH.

Skallagrímur með sjö leikmenn í æfingahópi yngri landsliða

Í hádeginu í gær tilkynnti KKÍ, Körfuknattleikssamband Íslands, þá leikmenn sem valdir hafa verið í sína fyrstu æfingahópa yngri landsliðana; U15, U16 og U18 ára landslið drengja og stúlkna fyrir verkefni sumarið 2021. Þar á meðal má finna nokkra galvaska Vestlendinga.

Frá Snæfelli í Stykkishólmi voru tveir leikmenn valdir; Ingigerður Sól Hjartardóttir í U16 ára lanslið kvenna og Tinna Guðrún Alexandersdóttir í U18 ára landslið kvenna. Skallagrímur á alls sjö leikmenn sem hafa verið valdir í æfingahóp yngri landsliða. Í æfingahópi U15 stúlkna eru þær Aðalheiður Ella Ásmundsdóttir, Díana Björg Guðmundsdóttir, Kolfinna Dís Kristjánsdóttir, Valborg Elva Bragadóttir og Victoría Lind Kolbrúnardóttir. Að lokum, í æfingahópi U16 stúlkna eru þær Lisbeth Inga Kristófersdóttir og Heiður Karlsdóttir.

Á venjulegu ári er hefðbundið að hefja landsliðsæfingar yngri landsliða milli jóla og nýárs en vegna ástandsins og sóttvarna í landinu þá mun KKÍ ekki standa fyrir neinum æfingum að svö stöddu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir