Ásmundur Haraldsson, nýr þjálfari Kára. Ljósm. Knattspyrnufélag Kára

Ráðinn þjálfari Kára

Knattspyrnufélag Kára hefur ráðið Ásmund Haraldsson sem þjálfara liðsins og tók hann við liðinu í gær, 1. desember. Ásmundur er reynslumikill, bæði sem leikmaður og þjálfari. Hann hefur leikið með KR, Þrótti R, ÍR, Gróttu, Skínanda, KFG og SR. Þá hefur hann stýrt Gróttu úr 3. deild í 1. deild, þjálfað Skínanda, verið aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins og nú síðast var hann aðstoðarþjálfari hjá FH. Samkvæmt facebook síðu Knattspyrnufélagsins Kára er Ásmundur „með mikla og góða menntun sem þjálfari en hann stefnir á að klára UEFA-PRO þjálfaragráðuna á næsta ári. Það má því með sanni segja að hans prófill sé frábær í það mikla og góða starf sem Kári býður upp á fyrir unga og efnilega leikmenn í bland við kjarnahóp Kára sem inniheldur mikið af reynslumiklum leikmönnum.“

Líkar þetta

Fleiri fréttir