EM í seilingarfjarlægð hjá stelpunum

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu sigraði Slóvakíu í síðustu viku og Ungverjaland í dag í síðustu leikjum liðsins í undankeppni EM 2022.  Leikur Íslands og Ungverjalands fór ágætlega af stað og íslenska liðið var án efa sterkari aðilinn. Þær náðu þó ekki að klára færin sín og skildu liðin markalaus í hálfleik. Íslensku stelpurnar komu í seinni hálfleik af krafti og á 64. mínútu átti Berglind Björg Þorvaldsdóttir gott skot sem hafnaði í netinu. Fleiri urðu mörkin ekki og sigraði Ísland 1-0.

Stelpurnar sitja nú í öðru sæti riðilsins, á eftir Svíþjóð, og er sæti í lokakeppni EM í Englandi í seilingarfjarlægð. Þær hafa tryggt sér sæti í umspili en eiga möguleika á að komast hjá því ef úrslit í öðrum riðlum verða þeim hagstæð. Þau þrjú lið sem eru með bestan árangur í öðru sæti í riðlakeppninni fara beina leið í lokakeppnina. Hin sex liðin í öðru sæti í sínum riðlum spila um þrjú síðustu sætin í lokakeppninni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Fjölgar í einangrun

Lítilsháttar hefur nú fjölgað þeim sem eru í einangrun með Covid-19 á Vesturlandi. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Vesturlandi nú... Lesa meira