Svipmynd úr leik liðsins. Ljósm. KKÍ

Sitja í toppsæti riðilsins

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik sigraði Kósovó glæsilega í forkeppni heimsmeistaramótsins 2023 í gær. Íslendingum gekk ekki vel í upphafi leiks og Kósovó var með yfirhöndina. Íslenska liðið náð sér svo á strik undi lok fyrsta leikhluta og skoraði tíu stig á síðustu tveimur mínútum leikhlutans. Íslenska liðið hélt uppteknum hætti í öðrum leikhluta og þegar liðin skildu í hálfleik var staðan 45-29 Íslendingum í vil.

Kósovó kom sterkt inn í síðari hálfleik en íslensku strákarnir gáfu ekkert eftir og Kósovó náði aldrei að ógna forystunni og í lok þriðja leikhluta var staðan 67-43 Íslandi í vil. Þeir héldu áfram á sömu braut í síðasta leikhluta og sigruðu mjög sannfærandi 86-62. Var þetta þriðji sigur þeirra í röð í forkeppninni og situr Ísland nú í toppsæti B-riðils, en tvö efstu liðin fara áfram.

Líkar þetta

Fleiri fréttir