Svipmynd úr leik liðsins. Ljósm. KKÍ

Íslensku strákarnir sigruðu örugglega

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik sigraði í gær Lúxemborg með fjórtán stigum eða 90:76 í forkeppni HM 2023 í Slóvakíu. Leikurinn gekk ekki nógu vel framan af hjá íslensku strákunum, þeir hittu illa og í hálfleik var Lúxemborg 38-34 yfir. Í þriðja leikhluta komst Lúxemborg fljótlega í stöðuna 47-40 en þá fóru hlutirnir að gerast og Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði sjö stig í röð og jafnaði þannig stöðuna. Eftir það átti íslenska liðið töluvert betri leik og leiddi með 19 stigum á tímabili. Ekkert gekk hjá Lúxemborg að ná íslensku strákunum sem lönduðu öruggum íslenskum sigri.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Fjölgar í einangrun

Lítilsháttar hefur nú fjölgað þeim sem eru í einangrun með Covid-19 á Vesturlandi. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Vesturlandi nú... Lesa meira