
Stórliðin berjast um að fá Ísak Bergmann í sínar raðir
Skagamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson lék sinn fyrsta landsleik fyrir A landslið karla í knattspyrnu á miðvikudaginn í síðustu viku þegar liðið mætti Englandi á Wembley. Ísak kom inn á 88. mínútu fyrir Birki Bjarnason og lék síðustu mínútur leiksins. Ísak er sjötti yngsti A landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu karla en hann var 17 ára, 7 mánaða og 26 daga gamall þegar hann steig inn á völlinn.
Ísak spilar fyrir sænska liðið Norrköping en er nú orðinn eftirsóttur af nokkrum stærstu félögum Evrópu, ef marka má ensku fréttamiðlana. Samkvæmt fréttamiðlum Mirror hefur Manchester United haft áhuga á að fá Ísak í sínar raðir en gætu verið að missa það tækifæri yfir til Juventus sem sýna honum einnig áhuga.