Fresta leikjum í Dominosdeild kvenna

Tveimur körfuboltaleikjum í Dominosdeild kvenna, þar sem Vesturlandsliðin koma við sögu, hefur nú verið frestað. Annars vegar átti Skallagrímur að taka á móti Keflavík á laugardaginn í Borgarnesi, en hins vegar stóð til að Keflavík tæki á móti Snæfelli fimmtudaginn 5. nóvember. Framundan eru hertar sóttvarnaraðgerðir og því ákvað KKÍ frestun þessara leikja.

Líkar þetta

Fleiri fréttir