Sigrún Sjöfn Ámundadóttir spilar með Skallagrími í Domino’s deild kvenna.

Sigrún Sjöfn í landsliðshópnum

Skallagrímskonan Sigrún Sjöfn Ámundadóttir hefur verið valin í landslið kvenna sem tekur þátt í undankeppni EM á næstunni. Ísland leikur í A-riðli undankeppninnar sem spilaður verður í Heraklion á eyjunni Krít á Grikklandi 8.-15. nóvember næskomandi. Sigrún Sjöfn er reynslumesta landsliðskonan í hópnum og á að baki 53 landsleiki. Íslenska liðið flýgur út laugardaginn 7. nóvember en leikdagar verða 12. og 14. nóvember,

Leikirnir í undankeppninni hjá öllum liðum í nóvember áttu að vera heima og að heiman en hefur nú verið breytt fyrir alla riðla í einangraða leikstaði, svipað og NBA deildin gerði vestanhafs þegar tímabilið var klárað í Disney World í Flórída.

Líkar þetta

Fleiri fréttir