Hlédís Sveinsdóttir mælir af munni fram í Útvarpi Akraness í fyrra. Ljósm. úr safni/ kgk.

Undirbúningur fyrir Útvarp Akraness í fullum gangi

Eins og lóan að vori og réttir að hausti boða útsendingar Útvarps Akraness komu aðventunnar í huga margra Skagamanna og marka upphaf jólaundirbúningsins. Þessa dagana er undirbúningur fyrir útvarpsútsendingarnar í fullum gangi, en sent verður út fyrstu helgina í aðventu eins og öll undanfarin ár.

„Allt frá árinu 1988 hefur Sundfélag Akraness staðið fyrir útvarpsdagskrá fyrstu helgina í aðventu undir nafninu Útvarp Akraness. Engin undantekning er á slíku í ár en útvarpað verður dagana 27. til 29. nóvember,“ segir í tilkynningu frá undirbúningsnefndinni. Að venju verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá og ef einhverjir vilja koma að þáttagerð eða leggja til efni þá mega þeir sömu hafa samband við Sundfélag Akraness á netfanginu Sundfelagakraness@gmail.com.

Á þeim árum sem Útvarp Akraness hefur verið starfrækt hefur fjöldi Akurnesinga og gesta komið við sögu, ýmist sem þáttagerðarfólk eða viðmælendur. Enginn vafi er á því að stór hluti af því efni sem flutt hefur verið í útvarpinu er merkileg heimild um bæjarlífið á Akranesi auk þess sem þar er að finna margs konar skemmtilegan sögulegan fróðleik, sem mikilvægt er að varðveita,“ segir í tilkynningu frá sundfélaginu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Banaslys við Akranes

Laust fyrir klukkan 21 í gær voru viðbragðsaðilar; lögregla auk björgunarsveita á Akranesi, Borgarnesi og Borgarfirði kallaðar út með hæsta... Lesa meira