Sögustund á Föstudeginum dimma í janúar síðastliðnum. Ljósm. úr safni.

Blásið til draugasögusamkeppni

Undirbúningurinn fyrir Föstudaginn dimma í Borgarbyggð er kominn á fullan skrið, en hann verður haldinn í svartasta skammdeginu snemma á nýju ári, 15. janúar næstkomandi. Í tilefni Föstudagsins dimma að þessu sinni hafa aðstandendur hans ákveðið að efna til sagnasamkeppni um draugasögur af Vesturlandi. Tekið er við flökkusögum, lygasögum, þjóðsögum, hamfarasögum, hetjusögum, hræðilegum sögum eða sönnum sögum.

Draugasögurnar mega vera á hvaða formi sem er, hvort heldur lesnar, ritaðar eða leiknar. Áhugasmir þátttakendur geta skilað inn sögum til 15. desember næstkomandi á dagurinndimmi@gmail.com.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Krufning í FSN

Nemendur í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði voru önnum kafnir í einni skólastofunni í síðustu viku er fréttaritara Skessuhorns bar að... Lesa meira