Keppni verður haldið áfram í deildakeppni meistaraflokka KSÍ

Stjórn KSÍ fundaði í gær og í dag, þriðjudaginn 20. október, um stöðu Íslandsmóta í knattspyrnu og bikarkeppni karla og kvenna vegna takmarkana og banns við æfingum og keppni samkvæmt bráðabirgðaákvæði reglugerðar heilbrigðisráðuneytis. Á fundinum var ákveðið að mótum meistaraflokka verði haldið áfram í öllum deildum að því tilskyldu að takmarkanir á æfingum og keppni verði afnumdar eigi síðar en 3. nóvember. Þá var ákveðið að keppni skuli hætt í öllum yngri flokkum og í eldri flokkum (40+ og 50+).  Niðurröðun leikja með nýjum leikdögum verður gefin út á morgun.

„Stjórn KSÍ hefur áður ályktað um að leita verði allra leiða til að ljúka mótum í meistaraflokki samkvæmt mótaskrá auk þess sem stjórn ÍTF hefur ályktað á sama veg. Þó er ljóst að þau áform eru háð óvissu og í þeirri von að úr því ástandi rætist sem nú blasir við. Með hliðsjón af því og þróun mála næstu daga mun stjórn KSÍ taka ákvörðun um Mjólkurbikarkeppni karla og kvenna. Standi reglur yfirvalda ekki í vegi fyrir því að unnt verði að hefja keppni að nýju í byrjun nóvember munu KSÍ og aðildarfélögin vinna samkvæmt öllum reglum sem settar verða af heilbrigðisyfirvöldum og kappkosta um að fylgja áfram ítrustu sóttvarnarúrræðum,“ segir í tilkynningu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir