Ólafur Haukur Arilíusson og Dagbjört Líf Guðmundsdóttir með Donnabikarinn og Stínubikarinn. Ljósm. KFÍA.

Viðurkenningar veittar í yngri flokkum ÍA

Lokahóf yngri flokka Knattspyrnufélags ÍA var haldið með óhefðbundnu sniði þetta árið. Þeim iðkendum sem hlutu viðurkenningu var boðið að koma í hátíðarsal ÍA og taka við þeim, en að öðrum kosti voru engin hátíðarhöld eins og venja hefur verið.

Leikmenn ársins í 5. flokki karla eru þeir Birkir Samúelsson, Bjarki Berg Reynisson og Hlynur Jóns Heide Sigfússon og þær Elín Anna Viktorsdóttir, Elín Birna Ármannsdóttir og Sunna Rún Sigurðardóttir eru leikmenn ársins í 5. flokki kvenna.

Í 4. flokki karla fékk Daníel Ingi Jóhannesson viðurkenningu sem besti leikmaðurinn, Tómas Týr Tómasson sem efnilegasti leikmaðurinn og Sveinn Mikael Ottósson fyrir mestar framfarir. Í 4. flokki kvenna var Birna Rún Þórólfsdóttir valin besti leikmaðurinn, Kolfinna Eir Jónsdóttir efnilegust og Andrea Ósk Pétursdóttir þótti hafa sýnt mestar framfarir.

Gabríel Þór Þórðarson var valin besti leikmaður 3. flokks karla, Logi Már Hjaltested sá efnilegasti og Ellert Már Hannesson fékk virðurenningu fyrir mestar framfarir. Lilja Björk Unnarsdóttir var valin besti leikmaður 3. flokks kvenna, Marey Edda Helgadóttir efnilegasti leikmaðurinn og Friðmey Ásgrímsdóttir þótti hafa sýnt mestar framfarir.

Donnabikarinn kom að þessu sinni í hlut Ólafs Hauks Arilíussonar og Stínubikarinn hlaut Dagbjört Líf Guðmundsdóttir.

Líkar þetta

Fleiri fréttir