Norhern Wave frestað

Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Northern Wave, sem haldin hefur verið árlega á Snæfellsnesi í rúman áratug, hefur verið frestað vegna Covid-19. Ákvörðunin er tekin með heilsu og öryggi gesta, starfsfólks og samfélagsins í huga, að því er fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar.

Hún mun því ekki fara fram dagana 23. til 25. október næstkomandi, eins og fyrirhugað var. Hátíðinni hefur þó ekki verið aflýst munu aðstandendur Northern Wave greina frá nýrri dagsetningu eins fljótt og mögulegt er.

Vinnustofunni Stelpur skjóta, sem fara átti fram í tengslum kvikmyndahátíðina, hefur sömuleiðis verið frestað. Mun hún fara fram á netinu og verður fundinn nýr tími.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Banaslys við Akranes

Laust fyrir klukkan 21 í gær voru viðbragðsaðilar; lögregla auk björgunarsveita á Akranesi, Borgarnesi og Borgarfirði kallaðar út með hæsta... Lesa meira