Védís Agla Reynisdóttir, Hrafnhildur Arín Sigfúsdóttir og Dagný Halldórsdóttir. Ljósm. KFÍA.

Þrjár skrifuðu undir hjá ÍA

Nýlega endurnýjuðu þrjár ungar og efnilegar knattspyrnukonur samninga sína við ÍA. Þetta eru þær Védís Agla Reynisdóttir, Hrafnhildur Arín Sigfúsdóttir og Dagný Halldórsdóttir. Allar eru þær uppaldar hjá Skagaliðinu og allar sömdu þær út keppnistímabilið 2021.

Védís Agla er fædd árið 2003 og á að baki 18 leiki með meistaraflokki í 1. deild kvenna. Í þeim hefur hún skorað tvö mörk. Auk þess hefur hún spilað fjóra leiki í bikarkeppninni og skorað í þeim eitt mark.

Hrafnhildur Arín er fædd 1998 og hefur leikið 36 leiki með meistaraflokki í næstefstu deild  og skorað í þeim tvö mörk. Auk þess hefur hún leikið fimm leiki með ÍA í bikarkeppninni.

Dagný er fædd árið 2002 og á að baki 24 leiki með ÍA í 1. deild kvenna og þrjá leiki í bikarnum. Í þeim leikjum hefur hún skorað eitt mark.

Líkar þetta

Fleiri fréttir