Ljósm. úr safni/ gbh.

Körfunni og fótboltanum frestað

Öllu mótahaldi í Íslandsmótinu í knattspyrnu hefur verið frestað um eina viku, til miðvikudagsins 14. október. Þá verður staðan endurmetin. Markmið KSÍ er eftir sem áður að ljúka keppni samkvæmt mótaskrá, þrátt fyrir frestanir leikja. Þá hefur öllum leikjum Íslandsmótsins í körfuknattleik sömuleiðis verið slegið á frest, en til og með 19. október þegar mótanefnd KKÍ mun endurmeta stöðuna. Frestun keppnisleikja nær til allra aldursflokka, bæði í körfunni og fótboltanum.

Hertar sóttvarnaraðgerðir á höfuðborgarsvæðinu, sem tóku gildi í gær, kveða á um bann við keppni og æfingum íþróttaleikja fullorðinna innandyra. Sóttvarnalæknir hefur engu að síður mælst til þess að íþróttastarf verði stöðvað í bili og nú hafa KSÍ og KKÍ brugðist við því ákalli sóttvarnalæknis.

KSÍ hefur þó staðfest að leikir karlalandsliðsins í knattspyrnu sem eru á dagskrá í október, munu fara fram. Leikið verður án áhorfenda á Laugardalsvelli og verða allir miðar endurgreiddir, að því er fram kemur á vef KSÍ.

Líkar þetta

Fleiri fréttir