Ljósm. Knattspyrnufélag Kára.

Sigraðir suður með sjó

Káramenn máttu játa sig sigraða gegn Víði, 3-1, þegar liðin mættust í 2. deild karla í knattspyrnu í gær. Leikið var suður í Garði. Víðir er í harðri fallbaráttu nú undir lok mótsins en Káramenn eru öruggir með sæti sitt um miðja deild.

Það voru enda heimamenn sem voru öflugra lið vallarins. Þeir komust yfir á 21. mínútu með marki frá Edon Osmani og Björn Bogi Guðnason kom þeim síðan í 2-0 sex mínútum síðar. Káramenn minnkuðu muninn eftir klukkustundar leik þegar Leó Ernir Reynisson skoraði. Fleiri urðu mörk Kára hins vegar ekki. Björn Bogi innsiglaði síðan 3-1 sigur Víðis á 77. mínútu.

Kári hefur 25 stig í 7. sæti deildarinnar, er stigi á eftir KF og stigi fyrir ofan Fjarðabyggð þegar tveir leikir eru eftir í mótinu. Sá fyrri þeirra útileikur gegn Haukum á laugardaginn, 10. október næstkomandi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir