Ljósm. úr safni/ jho.

Leikjum kvöldsins frestað

Leikjum dagsins í Domino’s deild kvenna í körfuknattleik hefur verið frestað. Það þýðir meðal annars að viðureignir Snæfells og KR annars vegar og Skallagríms og Vals hins vegar munu ekki fara fram að sinni.

Ástæðan eru hertar sóttvarnarráðstafanir á höfuðborgarsvæðinu, sem tóku gildi á miðnætti. Með henni er meðal annars kveðið á um að keppni inniíþrótta er óheimil á höfuðborgarsvæðinu, auk þess sem æfingar þeirra sem eru fæddir 2004 og fyrr eru bannaðar. Stjórn og mótanefnd KKÍ fundaði vegna þessa í morgun, en enn er beðið frekari skýringa frá yfirvöldum á ákveðnum þáttum, að því er fram kemur í tilkynningu frá KKÍ. „Á meðan svo er verður vandséð hvernig hægt sé að taka ákvörðun um framtíð mótahalds til 19. október nk.“ Fyrir liggur að félög á höfuðborgarsvæðinu mega hvorki keppa né æfa og því hefur verið ákveðið að fresta leikjum dagsins í Domino’s deild kvenna, auk tveggja leikja sem áformaðir voru í 7. flokki drengja.

Líkar þetta

Fleiri fréttir