Chaz Franklin og lærisveinar hans í ÍA hófu veturinn á sigri. Ljósm. úr safni/ jho.

Sigur í fyrsta leik vetrarins

Skagamenn hófu keppni í 2. deild karla í körfuknattleik á sigri gegn B-liði Vals, 99-93, þegar liðin mættust á Akranesi á sunnudag.

Áhorfendur fengu jafnan og skemmtilegan leik, þar sem aldrei munaði miklu á liðunum á stigatöflunni. Gestirnir leiddu með tveimur stigum í hálfleik en Skagamenn mættu einbeittir til leiks eftir hléið. Á endanum fór svo þeir höfðu sex stiga sigur, 99-93.

Aron Elvar Dagsson leiddi Skagamenn í stigaskorinu með 22 stig. Chaz Franklin, spilandi þjálfari ÍA, kom honum næstur með 19 stig og Will Thompson skoraði 18 stig.

Í liði Vals var það Oddur Pétursson sem dró vagninn, en hann skoraði hvorki fleiri né færri en 40 stig í leiknum. Egill Agnarsson kom honum næstur með 23 stig.

Líkar þetta

Fleiri fréttir