Jón Þór Þórðarson er formaður Körfuknattleiksfélags ÍA. Ljósm. úr safni/jho.

„Karfan á Akranesi í jöfnum og góðum vexti“

„Við erum bara spenntir fyrir vetrinum,“ segir Jón Þór Þórðarson, formaður Körfuknattleiksfélags ÍA, í samtali við Skessuhorn. „Við erum í fyrsta lagi ánægðir að geta verið að spila og munum halda áfram í því sem við erum búnir að gera, að byggja upp allt starf körfuknattleiksfélagsins,“ segir formaðurinn. Skagamenn leika fyrsta leik vetrarins á sunnudaginn, 4. október, þegar þeir mæta Val B á Akranesi. Þeir leika í 2. deildinni eins og síðasta vetur, en það er ekki síður yngri flokka starfið sem hefur verið lögð rík áhersla á hjá ÍA undanfarin ár, með það einmitt fyrir augum að festa körfuna í sessi að nýju og geta byggt upp meistaraflokk til framtíðar. „Fókusinn hefur legið í uppbyggingarstarfinu undanfarin ár og það er farið að skila sér upp í meistaraflokk. Við erum með unga stráka sem verða árinu eldri og geta alltaf lagt meira og meira af mörkum,“ segir Jón Þór. „Þetta lítur alltaf betur og betur út,“ bætir hann við.

Sjá nánar spjall við Jón Þór Þórðarson í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir