Ljósm. úr safni/ jho.

ÍA mætir Þór Þ. en Borgnesingar bíða

Dregið var í 32 liða úrslitum bikarkeppni karla í körfuknattleik í höfuðstöðvum Körfuknattleikssambands Íslands á fimmtudagsmorgun. Aðeins 25 lið voru skráð til leiks að þessu sinni og því eru sjö lið sem sitja hjá í fyrstu umferð.

Tvö Vesturlandslið voru í pottinum að þessu sinni; ÍA og Skallagrímur. Drátturinn fór á þá leið að Skagamenn mæta úrvalsdeildarliði Þórs frá Þorlákshöfn á Akranesi en Skallagrímur situr hjá í fyrstu umferð bikarsins. Eru Borgnesingar þar með sjálfkrafa komnir í 16 liða úrslit bikarsins, rétt eins og Fjölnir B, Höttur, Sindri, Keflavík, Stjarnan og Hrunamenn.

Aðrar viðureignir eru þær að Hamar tekur á móti Grindavík, Reynir S. tekur á móti Vestra, Breiðablík fær Njarðvík í heimsókn, Selfoss tekur á móti Álftnesingum, Haukar heimsækja Fjölni, Valur tekur á móti Tindastóli, Þór Ak. fær KR í heimsókn og KV mætir ÍR.

Líkar þetta

Fleiri fréttir