Atli Aðalsteinsson fer yfir málin með sínum mönnum í leikhléi. Ljósm. Skallagrímur.

„Ég fer með þetta lið í úrvalsdeild“

Skallagrímur hefur leik í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöld, 2. október, þegar liðið mætir Fjölni á útivelli. Ungt og efnilegt lið Borgnesinga spilaði prýðilega síðasta vetur. Ef til vill var reynslusleysi helsti galli liðsins, sem átti oft erfitt með að sækja sigur í leikjum sem voru jafnir fram á lokamínúturnar. Þegar keppni var hætt vegna kórónuveirunnar í mars síðastliðnum höfðu Borgnesingar aðeins krækt í þrjá sigra og sátu í 7. sæti deildarinnar.

Atli Aðalsteinsson er að hefja sitt fyrsta heila tímabil sem þjálfari liðsins og Hafþór Ingi Gunnarsson verður honum til aðstoðar. „Ég er nokkuð bjartsýnn,“ sagði Atli fyrir helgi þegar Skessuhorn spurði hvernig komandi tímabil legðist í hann. „Við spiluðum fyrsta æfingaleikinn í gær, með nánast fullt lið og við lítum ágætlega út. Einn erlendi leikmaðurinn kom seint til liðs við okkur og liðið er nýlega byrjað að æfa saman. Þannig að við erum ekkert komnir neitt mjög langt en við erum bara sáttir við hvar við stöndum á þessum tímapunkti. Strákarnir eru búnir að vera duglegir í sumar og það hjálpar klárlega til,“ segir hann.

Sjá nánar spjall við Atla í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir