Ljósm. úr safni/ jho.

Leik Snæfells og Keflavíkur frestað

Mótanefnd Körfuknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að fresta leik Snæfells og Keflavíkur sem fyrirhugaður var suður með sjó næstkomandi laugardag, 3. október. Ástæðan er sú að leikmannahópi Keflavíkur hefur verið gert að sæta sóttkví fram yfir settan leikdag.

Leiknum hefur ekki verið fundinn nýr leiktími og ekki hefur verið tekin frekari ákvörðun um næstu leiki Keflavíkurliðsins 7. og 14. október næstkomandi.

Snæfell leikur gegn Haukum annað kvöld, miðvikudaginn 30. september og hefur frestun þessi engin áhrif á þann leik, né aðra leiki sem framundan eru hjá Stykkishólmsliðinu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir