Ljósm. úr safni/ sá.

Snæfell dregur karlaliðið úr keppni

Meistaraflokkur lagður niður tímabundið

Snæfell mun ekki keppa í 1. deild karla í körfuknattleik á komandi vetri, eins og áformað var. Ákveðið hefur verið að draga liðið úr keppni og leggja meistaraflokk karla niður, tímabundið.

„Ákvörðunin var erfið, eins og gefur að skilja, en við höfum átt í miklum erfiðleikum með að manna liðið og erfiðleikar í rekstri hjálpa ekki. KKD. Snæfells á því engra annarra kosta völ en að draga liðið úr keppni,“ segir í tilkynningu sem Körfuknattleiksdeild Snæfells sendi frá sér í gærkvöldi.

Allt kapp verður lagt á að efla yngri flokka Snæfells svo hægt verði að koma karlaliðinu af stað að nýju sem allra fyrst, að því er fram kemur í tilkynningunni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir