Ljósm. Knattspyrnufélag Kára.

Markaveisla í Akraneshöllinni

Kári vann góðan sigur á Fjarðabyggð, 5-2, þegar liðin mættust í 2. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Leikið var í Akraneshöllinni. Staðan var jöfn í hálfleik, 2-2, en eftir að gestirnir misstu mann af velli á 58. mínútu tóku Káramenn öll völd í leiknum og sigruðu að lokum með fimm mörkum gegn tveimur.

Leikurinn byrjaði fjörlega, því Ruben Lozano Ibancos kom Fjarðabyggð yfir strax á 7. mínútu leiksins, en Andri Júlíusson jafnaði fyrir Kára á 13. mínútu. Á 23. mínútu varð Mikael Natan Róbertsson, leikmaður Fjarðabyggðar, fyrir því óláni að skora sjálfsmark og heimamenn komnir í forystu. En Jose Antonio Fernandez jafnaði fyrir gestina á 37. mínútu og staðan var jöfn í hálfleik.

Skömmu áður en klukkustund hafði verið leikin fékk Joel Antonio Cunningham að líta sitt annað gula spjald og Fjarðabyggð því manni færri það sem eftir lifði leiks. Reyndist það vera ákveðinn vendipunktur í leiknum, því Káramenn voru miklu beittari eftir það. Andri skoraði annað mark sitt á 69. mínútu og kom Skagaliðinu yfir að nýju, 3-2. Hann fullkomnaði síðan þrennu sína á 80. mínútu áður en Bjartur Hólm Hafþórsson skoraði annað sjálfsmark Fjarðabyggðar í leiknum skömmu fyrir leikslok. Lokatölur því 5-2, Kára í vil

Kári hefur 25 stig og situr í 6. sæti deildarinnar, með jafn mörg stig og KF í sætinu fyrir neðan en átta stigum á eftir Haukum. Káramenn eiga þó leik til góða á bæði liðin. Næsti leikur Kára er heimaleikur gegn Njarðvík, laugardaginn 3. október næstkomandi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira