
Sigraðar á Sauðárkróki
Skagakonur máttu játa sig sigraðar gegn toppliði Tindastóls, þegar liðin mættust í 1. deild kvenna í knattspyrnu. Leikið var á Sauðárkróki á laugardaginn og lauk leiknum með 2-0 sigri heimaliðsins.
Það var Lára Mist Baldursdóttir sem kom Tindastóli yfir á 34. mínútu leiksins. Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik og Stólarnir því 1-0 yfir þegar liðin gegnu til búningsherbergja.
Annað mark leiksins lét bíða svolítið eftir sér, en að lokum kom það þegar Jaqueline Altschuld kom Tindastóli í 2-0 á 79. mínútu. Þar við sat og sigur Tindastóls tryggður.
Skagakonur hafa tólf stig í 8. sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Víkingu R. í sætinu fyrir ofan en með fimm stiga forskot á Fjölni sem situr í fallsætinu fyrir neðan.
Næsti leikur ÍA er miðvikudaginn 23. september, þegar liðið mætir Aftureldingu á Akranesvelli. Hefst hann kl. 20:00.