Bikarmeisturum Skallagríms er spáð góðu gengi í Domino‘s deildinni í vetur. Ljósm. úr safni/ kgk.

Leikur meistara meistaranna verður án áhorfenda

Að beiðni almannavarna, um að íþróttahreyfingin sýni frumkvæði varðandi sóttvarnir, ákvað stjórn Körfuknattleikssambands Íslands að leikir helgarinnar í meistaraflokkum, það er æfingaleikir meistaraflokka og meistarar meistaranna í kvennaflokki, fari fram án áhorfenda. Jafnframt var því beint til foreldra/aðstandenda leikmanna í yngri flokkum að mæta ekki í íþróttahúsin til að horfa á þá leiki sem fram fara. Staðan verður svo endurmetin eftir helgi í samráði við yfirvöld.

Leikur meistara meistaranna; Skallagríms og Vals verður spilaður klukkan 19:15 í kvöld, sunnudag. Hann verður því án áhorfenda, en athygli vakin á að leikurinn verður sýndur beint á Stöð2 sport.

Líkar þetta

Fleiri fréttir