Bikarmeisturum Skallagríms er spáð góðu gengi í Domino‘s deildinni í vetur. Ljósm. úr safni/ kgk.

Skallagrími spáð öðru sæti en Snæfelli því næstneðsta

Spá formanna, þjálfara og fyrirliða þeirra liða sem keppa í Domino‘s deildum og 1. deildum kvenna var kunngjörð í hádeginu á föstudag. Skallagrími er spáð 2. sæti í Domino‘s deild kvenna en Snæfelli 7. og næstneðsta sæti deildarinnar. Valsliðinu er spáð deildarmeistaratitlinum og auk Skallagríms er því spáð að Keflavík og Haukar komist í úrslitakeppnina.

Spá fjölmiðla fyrir Domino‘s deild kvenna var birt við sama tilefni og er hún fullkomlega samhljóða spá forsvarsmanna liðanna, fyrir hvert einasta sæti Domino‘s deildarinnar. Skallagrími er spáð 2. sæti og Snæfelli 7. sæti.

Spárnar tvær raða deildinni báðar svona upp:

  1. Valur
  2. Skallagrímur
  3. Keflavík
  4. Haukar
  5. Breiðablik
  6. Fjölnir
  7. Snæfell
  8. KR

Keppni í Domino‘s deild kvenna hefst, miðvikudaginn 23. september næstkomandi. Opnunarleikur mótsins er viðureign Fjölnis og Snæfells í Grafarvogi kl. 18:30, en kl. 19:15 hefjast aðrir leikir. Þeirra á meðal er leikur Hauka og Skallagríms í Hafnarfirði.

Líkar þetta

Fleiri fréttir