Ljósm. úr safni/ kgk.

Þrettán smit í gær

Þrettán ný Covid-19 smit greindust innanlands í gær og hafa ekki verið fleiri á einum degi síðan fyrir verslunarmannahelgi. Aðeins einn þeirra sem greindist með veiruna í gær var í sóttkví en tveir greindumst með virkt smit á landamærunum.

Flestir sem greindust eiga ekki í þekktum tengslum við aðra sem hafa smitast, að því er haft er eftir Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni á vef RÚV. Bendir það til þess að dreifing á meirunni sé ef til vill meiri í samfélaginu en talið var. Það sé ákveðið áhyggjuefni. Hvetur Þórólfur landsmenn til að gæta að einstaklingsbundnum sóttvörnum.

Undanfarna daga hafa greinst fjórir til fimm sem tengjast Háskóla Íslands. Ákveðið hefur verið að ráðast í skimun í háskólanum á vegum Íslenskrar erfðagreiningar. Þá verður einnig farið í handahófskennda skimun á höfuðborgarsvæðinu, þar sem öll smit gærdagsins greindust á því svæði. Þórólfur segir mikilvægt að afla vísbendinga um raunverulega útbreiðslu veirunnar strax, hún gæti orðið mun meiri eftir nokkrar vikur og þá enn erfiðara að ráða við faraldurinn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir