Akranesmeistarar í sundi 2020. Ljósm. Sundfélag Akraness.

Vel heppnað Akranesmeistaramót að baki

Akranesmeistaramótið í sundi var haldið í Jaðarsbakkalaug föstudaginn 11. september síðastliðinn. Alls tóku 26 sundmenn þátt í mótinu, ellefu ára og eldri. Var mótið mjög vel heppnað, að því er fram kemur í tilkynningu frá Sundfélagi Akraness.

Í flokki 11-12 ára voru Adam Agnarsson og Aldís Lilja Viðarsdóttir hlutskörpust og hrepptu því titilinn Akranesmeistarar 2020. Guðbjarni Sigþórsson og Karen Káradóttir sigruðu í flokki 13-14 ára og Akranesmeistarar í flokki 15 ára og eldri eru þau Sindri Andreas Bjarnason og Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir.

Stigahæstu sundin áttu þau Sindri Andreas fyrir 200 m skriðsund og Guðbjörg Bjartey fyrir 50 metra skriðsund.

Líkar þetta

Fleiri fréttir