Ljósm. úr safni/ Knattspyrnufélag Kára.

Tap suður með sjó

Káramenn máttu játa sig sigraða gegn Njarðvíkingum, 2-0, þegar liðin mættust í 2. deild karla í knattspyrnu. Leikið var suður með sjó á sunnudag.

Njarðvíkingar fengu óskabyrjun, þegar Kenneth Hogg kom heimamönnum yfir strax á 5. mínútu leiksins. Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik og staðan því 1-0 í hléinu. Það var síðan á 66. mínútu sem Ivan Prskalo skoraði annað mark leiksins fyrir Njarðvíkinga og þar við sat.

Kári situr eftir leikinn í 8. sæti með 19 stig, tveimur stigum á eftir Fjarðabyggð en með sex stiga forskot á ÍR. Næsti leikur Kára er útileikur gegn Víði á laugardaginn, 19. september næstkomandi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir