Hjón. Sæmundur og Auður fyrir utan heimili sitt, með Snæfellsjökul í baksýn. Ljósm. glh.

„Ég er svona original“

Hann var útnefndur Snæfellsbæingur ársins árið 2016. Fæddur á Hellissandi og alinn upp í Rifi á Snæfellsnesi. Hann er náttúrubarn, náttúruverndarsinni og mikill sagnamaður. Þetta er hann Sæmundur Kristjánsson en blaðamaður kíkti í heimsókn til þeirra hjóna, Sæmundar og Auðar Grímsdóttur, í liðinni viku á heimili þeirra í Rifi. „Ég er svona original eins og maður segir,“ segir Sæmundur um leið og hann tyllir sér á móti blaðamanni við eldhúsborðið. Blaðamaður spyr í leiðinni hvort hann hafi einhvern tímann á lífsleiðinni ekki búið í Rifi? „Ég fór að eltast við stelpur og svona í Reykjavík, það er eina tímabilið sem ég bjó ekki á Snæfellsnesi,“ segir hann léttur í bragði.

Narraði frúna vestur

Sæmundur fór sem ungur maður til náms í vélsmiðjunni Steðja í Reykjavík. Eftir námið kom hann aftur heim í Rif með unga stúlku sér við hlið, Auði Grímsdóttur, sem er eiginkona hans í dag. „Ég narraði hana hingað til að prófa í eitt ár eða svo,“ segir hann og hlær. Blaðamaður spyr Auði, sem er fædd og uppalin í Reykjavík, hvort það hafi verið raunin? „Já, já, hann stakk upp á að við myndum flytja í Rif og prófa í eitt ár, sjá svo til. Við erum ekki farin enn. Nú er ég búin að eiga heima lengur hér en í Reykjavík,“ svarar hún og hlær. „Þetta er alveg lúxuslíf að vera hérna í þessu yndislega umhverfi og ég tala nú ekki um þetta fallega útsýni sem við erum með hérna út um eldhúsgluggann,“ bætir hún við og lítur út út um gluggann, í átt að Snæfellsjökli sem baðar sig í sólinni. Erfitt er að taka ekki undir með Auði.

Sjá nánar viðtal í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir