Frá Bifröst. Ljósm. James E. Becker.

Vilja fjölga íbúum á Bifröst

Flestir sem stunda nám við Háskólann á Bifröst gera það í fjarnámi og er skólinn í fararbroddi þegar kemur að slíku námsfyrirkomulagi. Nú er hafið átaksverkefni sem felst í að fjölga íbúum á Bifröst, sem eru nú 100 talsins en geta hæglega verið 350 miðað við framboð góðra íbúða. „Hugmyndafræðin er að fólk geti komið á Bifröst, búið á Bifröst, sinnt námi á Bifröst og notið lærdómssamfélagsins sem hérna er,“ segja þeir sem kynna þennan vænlega kost til búsetu.

Blaðamaður Skessuhorns kíkti í heimsókn í háskólaþorpið eins og lesa má um í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Hyggst framlengja ferðagjöf

Þórdís Kolbrún R Gylfadóttir, ferðamálamálaráðherra hefur kynnt í ríkisstjórn frumvarp um framlengingu á lögum um ferðagjöf. Með breytingunni verður gildistími... Lesa meira