Gísli Gíslason. Ljósm. kgk.

Er þess vegna skrýtinn

Hann er fæddur í Hafnarfirði, alinn upp í Vesturbæ Reykjavíkur og ættaður úr Vestmannaeyjum. „Það er ástæðan fyrir því að ég er dálítið skrýtinn.“ Þannig mælist Gísla Gíslasyni þegar hann er spurður út í upprunann.

Gísli er í ítarlegu viðtali í Skessuhorni í dag. Þar fer hann yfir ferilinn sem lögmaður, bæjarstjóri, hafnarstjóri, íþróttamaður, félagsmálamaður og nú námsmaður sem stefnir á miðstig í harmonikkuleik. Gísli lætur senn formlega af störfum hafnarstjóra en kveðst hafa næg verkefni engu að síður.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mokveiði í dragnót

Dragnótarbáturinn Steinunn SH frá Ólafsvík lenti heldur betur í mokveiði rétt undan Ólafsvík á sunnudaginn. Köstuðu skipverjar dragnótinni aðeins þrisvar... Lesa meira