Stuðningsmenn knattspyrnuliða þurfa að bíða þess eitthvað lengur að geta farið á völlinn. Ljósm. úr safni/ KSÍ.

Leikið fyrir tómum stúkum

Leikið verður án áhorfenda á Íslandsmótið í knattspyrnu, í það minnsta fyrst um sinn eftir að íþróttaleikir með snertingum hafa verið heimilaðir að nýju. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns á upplýsingafundi almannavarna á fimmtudag.

Áhorfendum verður ekki heimilað að sækja íþróttaviðburði fyrst um sinn, eins og fram kemur í minnisblaði sóttvarnalæknis. „Það er skýr vilji hans að hafa ekki áhorfendur á íþróttaleikjum til að byrja með,“ sagði Víðir með vísan í minnisblaðið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir