Páll Sindri Einarsson í leik með Kára. Ljósm. Knattspyrnufélag Kára.

Páll Sindri í Kára

Miðjumaðurinn Páll Sindri Einarsson hefur gengið til liðs við Kára að nýju og mun leika með liðinu í 2. deild karla í knattspyrnu þegar keppni hefst að nýju.

Pál Sindra þarf ekki að kynna áhangaendum Káraliðsins. Hann lék fyrst með liðinu árið 2014 og aftur 2016, 2017 og 2018. Árið 2018 var hann einn besti leikmaður 2. deildarinnar og spilaði stóra rullu í velgengni Kára framan af móti. Sumarið 2018 fór Páll Sindri yfir til ÍA en á síðasta ári gekk hann í raðir Vestra og lék síðast með liði Kórdrengja í 2. deild. „Palli er mikill gæðaleikmaður og það verður gaman að sjá hann aftur í Káratreygjunni,“ segir á Facebook-síðu Kára.

Líkar þetta

Fleiri fréttir