Bjarki Pétursson. Ljósm. kylfingur.is/Páll Ketilsson.

Bjarki og Ragnhildur í forystu fyrir lokadaginn

Borgnesingurinn Bjarki Pétursson, sem spilar fyrir GKG, er með tveggja högga forystu í karlaflokki fyrir lokahringinn á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. Lokahringurinn verður spilaður í dag. Bjarki, sem setti vallarmet á Hlíðavelli á öðrum keppnisdegi, fylgdi eftir góðri spilamennsku með því að leika á 69 höggum í gær eða á þremur höggum undir pari. Hann er því kominn níu högg undir pari í mótinu og nálgast mótsmetið í karlaflokki sem er 12 högg undir pari. Skor keppenda í karlaflokki var gríðarlega gott á þriðja keppnisdegi en þeir Hlynur Bergsson GKG, Andri Már Óskarsson GOS og Ragnar Már Ríkarðsson GM jöfnuðu allir vallarmetið sem Bjarki setti á föstudaginn þegar þeir léku á 66 höggum. Aron Snær Júlíusson úr GKG er í öðru sæti á 67 höggum en Keilismennirnir Axel Bóasson og Rúnar Arnórsson deila þriðja sætinu á 5 höggum undir pari.

Í kvennaflokki leiðir Ragnhildur Kristinsdóttir GR með tveggja högga forystu fyrir lokahringinn. Guðrún Brá Björgvinsdóttir er tveimur höggum á eftir henni og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir þremur eftir Guðrúnu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir