Plan B hefst í dag

Listahátíðin Plan B hefst í dag í Borgarnesi og verður í gangi fram á sunnudag. Umgjörð hátíðarinnar hefur tekið breytingum sökum Covid-19 og hafa skipuleggjendur hátíðarinnar brugðið á það ráð að breyta sniði að uppsetningu hátíðarinnar svo að íbúar og gestir í Borgarnesi geti notið listar á öruggan hátt.

Í dag kl. 17:00 opnar gluggasýning á jarðhæð Arion banka að Digranesgötu 2 í Borgarnesi þar sem listamenn munu sýna verkin sín og þau vera aðgengileg áhorfendum fyrir aftan gler. Á morgun, laugardag, milli kl. 12 og 17:00 í Grímshúsi í Brákarey verður innsetning og dyr opnar. Óheimilt verður að ganga inn í rýmið en hægt verður að ganga framhjá og horfa inn. Að auki hefur gjörningakvöldi Plan-B verið fært yfir í streymisform og verður hægt að fylgjast með kvöldinu á netinu sem hefst kl. 20:00 annað kvöld. Einnig verða innsetningar á víð og dreif um Borgarnes en hægt er að sjá dagskrána hér fyrir neðan.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mokveiði í dragnót

Dragnótarbáturinn Steinunn SH frá Ólafsvík lenti heldur betur í mokveiði rétt undan Ólafsvík á sunnudaginn. Köstuðu skipverjar dragnótinni aðeins þrisvar... Lesa meira