Ísak Bergmann Jóhannesson. Ljósm. IFK Norrköping.

Ísak Bergmann áfram hjá Norrköping

Sænska knattspyrnufélagið IFK Norrköpking greindi frá því í dag að Skagamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson hefði endurnýjað samning sinn við félagið.

Ísak er 17 ára gamall og gekk til liðs við Norrköping fyrir tveimur árum síðan, þá 15 ára gamall. Hann þykir mikið efni og hefur hlutverk hans sænska liðinu vaxið stöðugt. Hann hefur spilað ellefu leiki í sænsku úrvalsdeildinni það sem af er tímabili. „Ég er þakklátur að fá að halda áfram að þroskast sem knattspyrnumaður og manneskja í Norrköping. Mér líður mjög vel hjá félaginu og mér finnst ég verða betri með hverri æfingu og hverjum leik,“ er haft eftir Ísaki á vef sænska knattspyrnuliðsins. Þar er jafnframt haft eftir Jens Gustafsson, þjálfara IFK Norrköping, að hann sé afar ánægður með að Ísak hafi endurnýjað samning sinn við liðið. Hann sé gríðarlega góður leikmaður sem sé reiðubúinn að gera allt sem í hans valdi stendur til að hámarka hæfileika sína.

Líkar þetta

Fleiri fréttir