Ólafur Þorri til Skallagríms

Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur samið við bakvörðinn Ólaf Þorra Sigurjónsson um að leika með liði Borgnesinga í 1. deild karla næsta vetur. Ólafur Þorri er 21 árs gamall bakvörður og uppalinn hjá KR. Hann hefur verið hluti af leikmannahópi KR undanfarin ár, auk þess að hafa leikið með unglingaliðum félagsins og með KV í 2. deildinni á síðasta keppnistímabili. Ólafur þykir efnilegur leikmaður og á að baki leiki með yngri landsliðum Íslands.

Líkar þetta

Fleiri fréttir