Nikita Telesford. Ljósm. goldengrizzlies.com.

Nikita Telesford í Skallagrím

Skallagrímur hefur samið við kanadísku körfuknattleikskonuna Nikitu Telesford um að leika með liðinu í Domino‘s deildinni á næsta tímabili. Nikita er 23 ára gömul, 189 cm á hæð og leikur stöðu miðherja. Hún er uppalin í Toronto í Kanada en hefur einnig breskt ríkisfang.

Á síðasta tímabili lék hún með liði Concordia í kanadíska háskólaboltanum þar sem hún skoraði 11,5 stig og tók 7,8 fráköst að meðaltali í leik. Áður lék hún í þrjú ár með Oklahoma University í bandaríska NCAA háskólaboltanum.

Guðrún Ósk Ámundadóttir, þjálfari Skallagríms, kveðst ánægð að fá Nikitu í Borgarnes. „Ég hef haft ákveðna sýn á hvernig við þyrftum að styrkja liðið og það hefur að mestu gengið eftur. Hef átt góð samtöl við Nikitu þar sem við höfum farið yfir hennar hlutverk og ég helda að hún muni leysa þetta vel. Get eiginlega ekki beðið eftir því að hefja leik í haust,“ segir Guðrún.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Kerlingarfjöll friðlýst

Í dag var undirrituð friðlýsing Kerlingarfjalla og nærliggjandi svæða, alls um 344 ferkílómetrar. Friðlýsingunni var fagnað við hálendismiðstöðina í Ásgarði... Lesa meira