Jaclyn Poucel jafnaði metin fyrir ÍA á lokamínútum leiksins. Ljósm. gbh.

Tryggðu sér jafntefli í uppbótartíma

Skagakonur gerðu jafntefli við Fjölni, 1-1, þegar liðin mættust í 7. umferð 1. deildar kvenna í knattspyrnu. Leikið var í Grafarvogi í gærkvöldi.

Sara Montoro kom Fjölni yfir strax á 10. mínútu leiksins og og fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik. Heimakonur leiddu raunar með einu marki allt þar til á lokamínútu leiksins. Þá skoraði Jaclyn Poucel og tryggði ÍA þannig jafntefli á elleftu stundu.

Skagakonur sitja í 7. sæti deildarinanr, með sjö stig eftir sjö leiki. Þær hafa jafn mörg stig og Víkingur R. í sætinu fyrir neðan en eru stigi á eftir Augnabliki. Næst leikur ÍA gegn sterku liði Tindastóls, fimmtudaginn 6. ágúst næstkomandi. Sá leikur fer fram á Sauðárkróki.

Líkar þetta

Fleiri fréttir