Keppnislið Golfklúbbsins Leynis, en það fellur nú niður í 2. deild. Ljósm. golf.is

Skagamenn falla niður í aðra deild í golfinu

Íslandsmót golfklúbba sem spila í fyrstu deild karla og kvenna fór fram dagana 23.-25. júlí. Keppt var á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar og á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Odda. Golfklúbbur Reykjavíkur bar sigur úr býtum í 1. deild kvenna og Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar í 1. deild karla. Golfklúbburinn Leynir á Akranesi varð í 8. sæti í karlaflokki og fellur því niður í 2. deild. Ekkert lið af Vesturlandi keppti í 1. deild kvenna að þessu sinni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir