Ljósm. Knattspyrnufélag Kára.

Naumt tap á útivelli

Eftir dramatískan 1-0 heimasigur á Dalvík/Reyni síðastliðinn miðvikudag biðu Káramenn lægri hlut gegn Fjarðabyggð þegar liðin mættust í 2. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Leikið var á Eskjuvelli á Eskifirði. Aðeins eitt mark leit dagsins ljós. Það skoðraði Vice Kendes fyrir heimamenn á 65. mínútu og þar við sat. Heimamenn sigruðu 1-0.

Kári hefur ellefu stig eftir átta leiki og situr í 8. sæti deildarinnar, stigi fyrir ofan ÍR en stigi á eftir næstu liðum fyrir ofan.

Næsti leikur Káramanna er útileikur gegn Njarðvík þriðjudaginn 4. ágúst næstkomandi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir