Þjálfarinn rekinn frá Víkingi Ólafsvík

Knattspyrnufélagið Víkingur Ólafsvík sendi í gær frá sér tilkynningu þar sem upplýst er að Jóni Páli Pálmasyni þjálfara hafi verið sagt upp störfum sem þjálfara félagsins. Liðið hefur ekki átt góðu gengi að fagna á mótinu í sumar og er í níunda sæti fyrstu deildar karla með sex stig eftir fimm umferðir. Í tilkynningunni segir: „Lætur hann af störfum nú þegar. Leit hefst nú að nýjum þjálfara. Stjórn Víkings Ó. þakkar Jóni Páli fyrir framlag sitt til knattspyrnunnar hér í Ólafsvík og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni. Félagið mun ekki tjá sig nánar um málið að svo stöddu.“

Líkar þetta

Fleiri fréttir