Veggurinn á heldur betur eftir að setja sinn svip á Brúartorg í Borgarnesi.

Veggur málaður regnbogalitum í Borgarnesi

Skemmtileg sjón blasti við vegfarendum á leið inn í Borgarnes sunnan megin frá í gær. Ungmenni í vinnuskóla Borgarbyggðar hafa nú litað hluta af steinveggi sem afmarkar bílastæði N1 í bænum og liggur meðfram Brúartorgi í Borgarnesi í litum regnbogafánans. Markmiðið er að mála alla steinveggjalengjuna eins og hún leggur sig og er stefnan sett að ljúka verkefninu fyrir helgi.

„Við ætluðum alltaf að gera eitthvað svona skemmtilegt og markmiðið okkar Evu Hlínar, sem er yfirflokkstjóri í vinnuskólanum, var alltaf að skilja eitthvað jákvætt eftir okkur. Upprunalega ætluðum við að mála götu í regnbogalitunum, en svo þótti tilvalið að mála þennan vegg sem er vel sýnilegur þegar komið er í bæinn,“ segir Thelma Karen Bjarnfinnsdóttir glöð í spjalli við Skessuhorn í morgun.

„Viðbrögðin hafa verið afar jákvæð, margir flautað og aðrir hægt vel á sér til að skoða vegginn þegar þeir keyra framhjá. Við viljum klára þetta verkefnið fyrir helgi. Ég hef fulla trú að það hafist hjá okkur. Þá getur fólk farið að taka myndir af sér við vegginn og svona,“ bætir Thelma Karen kát við.

Ungmennin í vinnuskólanum byrjuðu á verkefninu í gær. Ljósm. Elfa Hauksdóttir.

Stefnt er að því að mála alla lengjuna í regnbogalitunum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mokveiði í dragnót

Dragnótarbáturinn Steinunn SH frá Ólafsvík lenti heldur betur í mokveiði rétt undan Ólafsvík á sunnudaginn. Köstuðu skipverjar dragnótinni aðeins þrisvar... Lesa meira