Víkingur Ó. hefur átt erfitt uppdráttar í byrjun tímabils. Ljósm. þa.

Þrír tapleikir í röð hjá Víkingi

Enn þarf Víkingur Ólafsvík að sætta sig við tap. Liðið tók á móti Fram á Ólafsvíkurvelli í fjórðu umferð fyrstu deildar í knattspyrnu karla í gærkvöldi. Fyrir leikinn var Víkingur með tvo tapleiki í röð en Fram á sigursiglingu eða þrjá sigra í röð.

Með sigurbragð í munni skoruðu gestirnir eftir um það bil kortersleik og juku forystuna rétt undir lok fyrri hálfleiks þegar Frederico Bello Saraiva skilaði knettinum í netið.

Heimamenn sýndu lífsmark strax í síðari hálfleik og minnkuðu muninn í eitt mark á 55. mínútu. Ekki komu fleiri mörk á Ólafsvíkurvelli þetta kvöldið og 2-1 sigur gestanna í Fram staðreynd.

Með tapinu detta Ólafsvíkingar niður um eitt sæti í deildinni og sitja nú í níunda sæti með þrjú stig. Á meðan eru Frammarar í öðru sæti með fullt hús stiga og jafn mörg stiga ÍBV sem eru í sætinu fyrir ofan útaf betri markatölu.

Næsti leikur Víkings Ó. verður gegn Magna á Grenivíkurvelli. Leikurinn fer fram á laugardag kl. 16:00.

Líkar þetta

Fleiri fréttir